Sexæringurinn Ölver

Ölver var smíðaður árið 1941 af Jóhanni Bárðarsyni skipasmið frá Bolungarvík. Báturinn er smíðaður samkvæmt gömlu Bolvísku lagi. Bolvíska lagið byggði á góðri sjóhæfni, voru hraðskreiðir, létt rónir, góður siglingarbátur, léttur og stöðugur í lendingu.

Lengd hans er 8m, breiddin er 2,06m og hann er 0,7m djúpur. Báturinn er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og er til sýnis í Ósvör. 

 


Sjóminjasafnið Ósvör | Við Óshlíðaveg | Skrifstofa: Aðalstræti 21 (hjá Náttúrustofu Vestfjarða) |415 Bolungarví­k | Móttökusími: 892-5744 | Skrifstofa: 456 7005 | osvor (hjá) osvor.is