Um safnið

1 af 3

Sjóminjasafnið í Ósvör stendur austast í Bolungarvíkinni, niðri við sjóinn. Safnið samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Í safninu eru einnig til sýnis veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öldum áður. Safnvörðurinn tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum líkum þeim er íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber.

 

Sjóminjasafnið Ósvör

Staðsetning: Við Óshlíðaveg

Skrifstofa: Aðalstræti 21 (hjá Náttúrustofu Vestfjarða)

Móttökusími: 892-5744

Skrifstofa: 456-7005

netfang: osvor@osvor.is


Sjóminjasafnið Ósvör | Við Óshlíðaveg | Skrifstofa: Aðalstræti 21 (hjá Náttúrustofu Vestfjarða) |415 Bolungarví­k | Móttökusími: 892-5744 | Skrifstofa: 456 7005 | osvor (hjá) osvor.is